Bíó og sjónvarp

Sin City 2 þykir of kynþokkafull

Sin City 2 verður ekki frumsýnd fyrr en í lok mánðarðins vestanhafs, en kvikmyndin hefur þegar verið umtöluð í fjölmiðlum fyrir kynningarherferðina, en mörgum þykir nóg um.

Í maí síðastliðnum var plakat myndarinnar gert opinbert, en the Motion Picture Association of America, samtök í Bandaríkjunum sem setja aldurstakmörk á kvikmyndir og fara yfir auglýsingar og varning kvikmynda, þar á meðal kvikmyndaplaköt, sögðu plakatið ekki innan velsæmismarka.

Nú segir New York Post frá því að sjónvarpsstöðin ABC hafi einnig neitað að sýna stiklu úr kvikmyndinna af sömu ástæðu, innihaldið þykir of gróft.

Sjónvarpsstöðin segir hvíta sloppin sem Eva Green er í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, láti hana líta út fyrir að vera nakta.

Dreifendur myndarinnar, Distribution Dimension Films hyggst áfrýja ákvörðuninni.

Eftir að plakatinu var hafnað af MPAA í maí, sagði Eva Green í viðtali við Vanity Fair að hún skildi ekki um hvað málið snerist og benti á að hún væri ekki nakin.

„Mér finnst plakatið mjög kynþokkafullt. Mér finnst það eiginlega fallegt. Ef það fer fyrir brjóstið á fólk veit ég ekki hvað ég á að gera því. Ég vil ekki vera þess valdur að fólki líði illa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×