Viðskipti innlent

Síminn varar við þrjótum sem óska eftir persónuupplýsingum í nafni fyrirtækisins

Atli Ísleifsson skrifar
Síminn hefur tilkynnt athæfið til Netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, Cert-ÍS.
Síminn hefur tilkynnt athæfið til Netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, Cert-ÍS.
Síminn hefur varað við þrjótum sem hafa sent tölvupóst þar sem óskað eftir eftir persónuupplýsingum í nafni fyrirtækisins. Segir að Síminn biðji aldrei um kreditkortaupplýsingar í tölvupósti.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu eru viðskiptavinir, sem og aðrir sem hafa fengið slíkan póst, hvattir til að hafa varann á og eyða honum.

„Hafi viðskiptavinir fallið í gryfjuna og gefið upp kortaupplýsingar bendum við þeim á að hafa samband við viðskiptabankann sinn á dagvinnutíma en kortafyrirtækið sitt þess utan.

Textinn í tölvupóstinum er eftirfarandi og ekki frá Símanum:

Um leið og við hörmum að traustið sem Síminn hefur áunnið sér sé misnotað ítrekum við: Aldrei gefa upp kreditkortanúmer til þriðja aðila með þessum hætti.

Síminn hefur tilkynnt athæfið til Netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, Cert-ÍS,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×