Viðskipti innlent

Síminn hagnast um milljarð

ingvar haraldsson skrifar
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Síminn hagnaðist um 1.026 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaðurinn dróst saman um nærri fjórðung en á sama tímabili fyrir ári nam hagnaðurinn 1.324 milljónum króna. Heildartekjur félagsins námu 14,4 milljörðum króna samanborið við 14,6 milljarða króna fyrir ári.

Rekstrarkostnaður jókst um tæplega hálfan milljarð og nam tæplega fimm milljörðum króna. Mest munar þar um aukinn launakostnað.

Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 52,4% á miðju þessu ári og eigið fé 32,5 milljarðar króna.

Orri Hauksson forstjóri Símans segir afkomu fyrirtækisins fara batnandi milli ársfjórðunga eftir miklar verðlækkanir á farsímamarkaði og ófyrirséðar launahækkanir vegna SALEK-samkomulagsins í upphafi ársins. „Áskrifendur að nærri ársgamalli efnisveitu Símans hafa ekki verið fleiri, ungu fólki fjölgaði í viðskiptum við Símann í gegnum Endalaust fjölskylduáskriftina og reikitekjur hækkuðu svo um munar,“ segir Orri.

Orri bendri á að enn verði unnið að því að lækka kostnað innan samstæðunnar, sérstaklega í kjölfar kjarasamningsbundinna launahækkana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×