Viðskipti innlent

Síminn greiðir hluthöfum 276 milljóna arð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Síminn gaf í dag út ársskýrslu sína fyrir 2016.
Síminn gaf í dag út ársskýrslu sína fyrir 2016. Vísir/Anton Brink
Aðalfundur Símans samþykkti í gær tillögu stjórnar fjarskiptafélagsins um að greiddur verði út 275,5 milljóna arður til hluthafa vegna ársins 2016. Það nemur 0,029 krónum á hlut. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar fjarskiptafélagsins.

Líkt og kom fram í Kauphallartilkynningu Símans þann 18. febrúar hagnaðist fyrirtækið um 2.755 milljónir króna í fyrra. Þá drógust tekur fyrirtækisins saman um tæpar þrjú hundruð milljónir, sem meðal annars skýrist af sölu dótturfélaganna Staka og Talentu. Rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 2.103 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi 2016 samanborið við 1.654 milljónir króna á sama tímabili 2015.

Sjálfkjörið var í stjórn Símans á aðalfundinum. Í henni sitja þau; Bertrand B. Kan, Birgir Sveinn Bjarnason, Heiðrún Emilía Jónsdóttir, Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður, og Stefán Árni Auðólfsson.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×