Fótbolti

Simeone ekki rætt við neinn hjá Arsenal: „Elska Atletico“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn annað kvöld.
Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn annað kvöld. vísir/afp
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, segir að hann hafi ekki rætt við neinn hjá Arsenal um að taka við stjórastöðunni hjá félaginu í sumar. Arsene Wenger lætur að störfum í sumar eins og frægt er.

Simeone lýsir þó yfir mikilli aðdáun á Wenger en Atletico Madrid og Arsenal mætast í fyrri leik undanúrslita Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Það fyrsta sem kemur í hugann á mér er aðdáun. Hann er frábær stjóri, stórkostlegur atvinnumaður, með mikla hæfileika sem hann hefur sýnt hjá Arsenal,” sagði Simeone fyrir leikinn annað kvöld.

„Ég er viss um að hann hefur þurft að endurstilla sig nokkrum sinnum. Ég sé mig sem ungan þjálfara en ég vil fylgjast með honum og læra að honum.”

Simeone hefur verið mikið orðaður við Arsenal og margir miðlar segja frá því að stjórnarmenn Arsenal vilji gjarnan fá Simeone til félagsins í sumar. Hann er ekki á sama máli.

„Ég hef ekki talað við neinn hjá Arsenal. Ég elska þetta hérna hjá Atletico,” sagði þessi skemmtilegi þjálfari.

Leikur Arsenal og Atletico verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en leikurinn hefst 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×