Fótbolti

Simeone: Þetta var eins og bíómynd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Simeone.
Diego Simeone. vísir/getty
Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, líkir lokamínútum leiksins gegn Bayern München í gærkvöldi við bíómynd en spænska liðið komst í annað sinn á þremur árum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 2-1 tap í Bæjaralandi.

Lærisveinar Simeone unnu fyrri leikinn, 1-0, og komust því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Leikurinn var hreint ótrúlegur en bæði lið brenndu af vítaspyrnu.

„Á 180 mínútum í þessu einvígi sýndum við vinnu okkar síðustu þrjú ár. Ég vona að örlögin hjálpi okkur í úrslitaleiknum,“ sagði Simeone eftir leikinn en Atlético var grátlega nálægt því að verða Evrópumeistari 2014 þegar það tapaði fyrir Real í framlengingu.

Atlético er búið að vinna Barcelona og Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar þetta árið og svo sannarlega sýnt að það er eitt af albestu liðum Evrópu. Atlético er einnig jafnt Barcelona á toppnum á Spáni.

„Það skiptir okkur engu máli hvaða liði við mætum í úrslitaleiknum. Ég er stoltur af því sem við erum búnir afreka. Við erum að vinna bestu lið heims,“ sagði Simeone.

„Fyrri hálfleikurinn gegn Bayern var góður. Það gaf okkur líflínu að þeir brenndu af víti. En vítið sem Torres klúðraði fór illa með okkur. Endirinn var eins og bíómynd, algjör spennutryllir, og fimm mínútum bætt við,“ sagði Diego Simeone.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×