Innlent

Símaskráin að klárast

Samúel Karl Ólason skrifar
Goddur, prófessoi við LHÍ, og Stefán Pálsson, sagnfræðingur með Símaskránna.
Goddur, prófessoi við LHÍ, og Stefán Pálsson, sagnfræðingur með Símaskránna. Mynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Upplag lokaútgáfu Símaskrárinnar er að klárast hjá öllum dreifingaraðilum. Ljóst er að landsmönnum þykir síðasta símaskráin eiguleg. Í tilkynningu frá Já segir að dreifing Símaskrárinnar hafi farið mjög vel af stað.

„Við erum mjög stolt af þesari síðustu útgáfu enda er Símaskráin einstaklega falleg í ár og hefur hönnun hennar fengið mikið lof sem og saga hennar sem sett er fram á aðgengilegan og skemmtilegan hátt,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já.

Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, prófessor við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands sá um hönnunina á þessari hátíðarútgáfu og er saga hennar er rakin á innsíðum Símaskrárinnar og sá Stefán Pálsson, sagnfræðingur, um að skrá hana. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×