Lífið

Símahrekkur um látinn mann gekk gjörsamlega fram af Ríkharði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikka var ekki skemmt.
Rikka var ekki skemmt. vísir
Útvarpsþátturinn FM95BLÖ er einn sá allra vinsælasti hér á landi og má oft heyra skemmtilega hrekki í þáttunum.

Í síðasta þætti var dagskrástjóri FM957, Ríkharð Óskar Guðnason, tekinn í gegn. Drengirnir settu á svið hrekk þar sem þeir hringdu í konu, sem sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir talar fyrir, og gerðu í raun og veru grín að því að maðurinn hennar væri nýlega látinn.

Eðlilega brást hún ekki vel við. Því næst báðu þeir Rikka G að hlusta á hrekkinn og klippa hann til fyrir útsendingu. Rikki var ekki paránægður með útkomuna og spurði drengina hvort þeir voru orðnir geðveikir.

Einstaklega vel heppnaður hrekkur þar sem fórnarlambið var sjálfur dagskrástjórinn. Hér að ofan má hlusta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×