Erlent

Símafyrirtækjum ekki lengur skylt að geyma gögn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Evrópulöggjöf sem skyldar símafyrirtæki til að geyma gögn um net- og símanotkun fólks í allt að tvö ár var ógild í dag. Irish times greinir frá.

Dómstóll Evrópusambandsins taldi tilskipunina brjóta gegn grundvallarréttindum um að vernda skuli einkalíf fólks og persónugögn þess.

Málið var tekið til meðferðar að beiðni Hæstaréttar Íslands og Stjórnlagadómstólsins í Austurríki. Samkvæmt tilskipun sem tók gildi árið 2006 verða símafyrirtæki að geyma upplýsingar um síma- og netnotkun fólks ásamt textaskilaboðum. Upplýsingar um hvenær þau áttu sér stað, milli hverra og hve lengi og hafa leyniþjónustur og lögregla aðgang að þeim.

Dómstóllinn taldi að hægt væri að réttlæta gagnasöfnunina í baráttunni gegn glæpum en hófs sé ekki gætt. Lögin séu til þess að takmarka hvaða gögn séu geymt og hvaða löggæsluyfirvöld hafa aðgang að þeim.

Ný löggjöf um gagnageymslu er nú í undirbúningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×