Enski boltinn

Silva útskrifaður af spítala

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Spánverjinn David Silva var útskrifaður af sjúkrahúsi í gærkvöldi en hann var borinn af velli í leik Manchester City og West Ham í gær eftir þungt höfuðhögg.

Stöðva þurfti leikinn í nokkra stund til að hlúa að Silva sem virtist vankaður eftir að hafa fengið olnbogaskot frá Cheikhou Kouyate, leikmanni West Ham.

Hann var settur í hálskraga og borinn af velli en Silva skrifaði á Twitter-síðu sína í gær að allar rannsóknir hafi komið vel út fyrir hann og að hann væri kominn aftur heim til sín.

Manuel Pellegrini greindi frá því eftir leikinn í gær að verið væri að skoða hversu alvarlegir áverkar Silva væru, sérstaklega kinnbeinið og á hálsi. Hann sagðist þó ekki telja að Kouyate hafi ætlað sér að skaða Silva.

„Dómarinn sá þetta vel og hann ákvað að þetta hafi verið óviljandi. Ekkert meira gerist.“


Tengdar fréttir

City aftur á sigurbraut | Sjáðu mörkin

Manchester City kom sér aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á West Ham Ham í fyrsta leik dagsins. City hafði tapað tveimur leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×