Enski boltinn

Silva slapp óbrotinn frá þessu höggi | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester City hefur staðfest að David Silva sé ekki kinnbeinsbrotinn eftir höggið sem hann fékk frá Cheikhou Kouyate, leikmanni West Ham, í leik liðanna um helgina.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi fékk Silva vænt högg í andlitið eftir hafa barist um boltann við Kouyate.

Silva fékk að fara heim frá sjúkrahúsinu í gærkvöldi og sagði á Twitter-síðu sinni að allar rannsóknir hafa komið vel út. Í yfirlýsingu City kom þó fram að hann yrði áfram undir nánu eftirliti lækna.

Silva var borinn af velli með hálskraga og súrefnisgrímu en greinilegt var að læknar City vildu enga áhættu taka þar sem þeir hlúðu að honum í dágóðan tíma áður. Silva gæti nú fengið að spila þegar City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Silva útskrifaður af spítala

Fékk þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot frá Cheikhou Kouyate í leik City og West Ham í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×