Sport

Silva og Diaz féllu báðir á lyfjaprófi

Silva og Diaz í búrinu um síðustu helgi.
Silva og Diaz í búrinu um síðustu helgi. vísir/getty
Afleiðingar risabardaga Anderson Silva og Nick Diaz eru ekki góðar fyrir UFC.

Nú hefur komið í ljós að þeir féllu báðir á lyfjaprófi. Silva var á sterum en Diaz hafði notað kannabis.

„Það eru mikil vonbrigði fyrir UFC að komast að þessu," segir meðal annars í yfirlýsingu frá UFC.

Brot Silva er talsvert alvarlegra en hann notaði meðal annars stera sem hjálpa honum að léttast. Það er ekki langt síðan Silva kallaði eftir því að þeir sem notuðu stera yrðu settir í ævilangt bann.

Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 39 ára gamli Silva fellur á lyfjaprófi. Hann er almennt talinn vera besti bardagamaður í sögu UFC.

Þetta er í annað sinn sem Diaz fellur á lyfjaprófi en kannabis varð honum einnig að falli síðast. Það var árið 2012 og þá var hann settur í eins árs bann.

Í upphafi ársins féll besti bardagamaður UFC í dag, Jon Jones, á lyfjaprófi og árið fer því ekki sérstaklega vel af stað fyrir UFC.

MMA

Tengdar fréttir

SIlva fagnaði sigri í endurkomunni

Brasilíski bardagamaðurinn Anderson Silva sneri aftur í búrið í gær í fyrsta sinn síðan hann fótbrotnaði illa í bardaga gegn Chris Weidman 28. desember 2013.

Vill fleiri lyfjapróf í UFC

Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson vill sjá UFC beita sér fyrir því að fleiri í íþróttinni þurfi að gangast undir lyfjapróf.

Jones fór í sólarhringsmeðferð

UFC var harðlega gagnrýnt fyrir að refsa ekki sínum besta manni, Jon Jones, er leifar af kókaíni fundust í líkama hans fyrir bardagann gegn Daniel Cormier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×