Sport

Silva neitar því að hafa notað stera

Silva var brosmildur eftir bardagann við Diaz.
Silva var brosmildur eftir bardagann við Diaz. vísir/getty
Það var mikið áfall fyrir UFC þegar besti bardagamaður íþróttarinnar frá upphafi, Anderson Silva, féll á lyfjaprófi.

Það fundust tvö steraefni í sýni Silva en lyfjaprófið var tekið þrem vikum áður en hann barðist við Nick Diaz. Silva vann bardagann en allir dómararnir dæmdu honum sigur.

Diaz féll líka á lyfjaprófi en í honum mældist mikið af kannabisefnum og það ekki í fyrsta skipti.

Silva hefur nú rofið þögnina eftir hneykslið og neitar því að vera á ólöglegum efnum.

„Ég hef verið lengi í þessari íþrótt og búinn að berjast nítján sinnum. Ég hef margoft farið í lyfjapróf áður og aldrei fallið," segir Silva.

„Ég hef ekki tekið nein ólögleg efni og er enn baráttumaður fyrir því að menn noti ekki slík efni. Ég er að fara yfir stöðuna með ráðgjöfum mínum áður en ég ákveð næstu skref."

Margir hafa furðað sig á því að Silva hafi fengið að berjast þar sem hann hafi farið í lyfjapróf svo löngu fyrir bardagann.

MMA

Tengdar fréttir

SIlva fagnaði sigri í endurkomunni

Brasilíski bardagamaðurinn Anderson Silva sneri aftur í búrið í gær í fyrsta sinn síðan hann fótbrotnaði illa í bardaga gegn Chris Weidman 28. desember 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×