Enski boltinn

Silva missir af Manchesterslagnum

Silva er hann meiddist á miðvikudag.
Silva er hann meiddist á miðvikudag. vísir/getty
Man. City getur ekki teflt fram sínu allra sterkasta liði gegn Man. Utd á sunnudag. Spánverjinn David Silva mun ekki geta spilað með liðinu vegna meiðsla.

Silva verður frá næstu þrjár vikurnar vegna hnémeiðsla en hann meiddist í tapinu gegn Newcastle í deildabikarnum á miðvikudag.

Silva hefur verið að spila gríðarlega vel fyrir City, líkt og venjulega, og munar því talsvert um hann.

Jákvæðari tíðindi fyrir Man. City eru þau að Yaya Toure getur spilað þó svo hann hafi orðið fyrir örlitlu hnjaski í miðvikudagsleiknum.

Man. City tapaði síðasta leik í deildinni gegn West Ham og svo gegn Newcastle í deildabikarnum þannig að það er pressa á liðinu.

Leikurinn hefst klukkan 13.30 á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Man. City getur ekki teflt fram sínu allra sterkasta

liði gegn Man. Utd á sunnudag. Spánverjinn David Silva

mun ekki geta spilað með liðinu vegna meiðsla.

Silva verður frá næstu þrjár vikurnar vegna hnémeiðsla

en hann meiddist í tapinu gegn Newcastle í

deildabikarnum á miðvikudag.

Silva hefur verið að spila gríðarlega vel fyrir City,

líkt og venjulega, og munar því talsvert um hann.

Jákvæðari tíðindi fyrir Man. City eru þau að Yaya

Toure getur spilað þó svo hann hafi orðið fyrir

örlitlu hnjaski í miðvikudagsleiknum.

Man. City tapaði síðasta leik í deildinni gegn West

Ham og svo gegn Newcastle í deildabikarnum þannig að

það er pressa á liðinu.

Leikurinn hefst klukkan 13.30 á sunnudag og verður í

beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×