Lífið

Silja Magg myndar heimsfræga hönnuði

Silja magg
Silja magg
„Sýningin er portrettmyndir af stærstu fatahönnuðum sem hafa útskrifast úr Parsons,“ segir Silja Magg ljósmyndari, en hún opnaði í síðustu viku sýningu í Milk Gallery í New York.

Sýningin var samstarfsverkefni Silju og Simon Collins, en hann er forseti fatahönnunardeildar hins virta háskóla Parsons í New York.

„Á sama tíma tók Simon viðtöl við þau, en myndirnar ásamt viðtölunum verða settar í bók sem er komin út samhliða sýningunni,“ útskýrir Silja. 

Meðal þeirra sem Silja myndaði fyrir sýninguna eru Alexander Wang, Derek Lam, Anna Sui, Proenza Schouler og Donna Karan, svo einhverjir séu nefndir. 

Anna Sui í sjónvarpsviðtali á opnun sýningarinnar.
„Þetta var rosalega skemmtilegt og opnunin tókst vel,“ segir Silja, létt í bragði. 

Silja, sem er sjálf útskrifuð úr ljósmyndadeild Parsons, hefur átt mikilli velgengni að fagna bæði vestanhafs og í Evrópu. 

Hún hefur myndað fyrir glanstímarit á borð við Grazia, Nylon, GQ Magazine og Marie Claire, auk þess sem hún hefur haldið sýningar á eigin verkum og myndað fyrir þekkt tískuvörumerki eins og Moncrief, Victoria‘s Secret og hið íslenska KALDA.

Donna Karan
Alexander Wang





Fleiri fréttir

Sjá meira


×