Fótbolti

Síle hafði betur gegn Íslandi í baráttunni um Kínabikarinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bermann reynir hér skot á markið í leiknum í dag.
Björn Bermann reynir hér skot á markið í leiknum í dag. vísir/getty
Síle vann Ísland 1-0 í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fór í Nanning í Kína eldsnemma að íslenskum tíma í morgun.

Ángelo Sagal skoraði fyrsta og eina mark leiksins með skalla úr vítateignum eftir tæplega tuttugu mínútna leik en fram að markinu hafði íslenska liðið verið ákveðnara og ívið betra.

Eftir mark Síle voru þeir rauðklæddu í raun betri út hálfleikinn og náðu Íslendingar ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Staðan var því 1-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og náði hvorugt liðið að finna taktinn almennilega. Síle fékk hættulegri færi og náði til að mynda íslenska liðið ekki einu einasta skoti á marki í þessum leik.

Þegar upp var staðið var eitt mark sem skildi liðin að og kom það í fyrri hálfleiknum. Síle því Kínabikarsmeistarar árið 2017.

Hér að neðan má sjá eina mark leiksins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×