Sigurmark frá miđju | Myndband

 
Handbolti
22:00 11. FEBRÚAR 2016
Arnór í leik međ St Raphael gegn Haukum.
Arnór í leik međ St Raphael gegn Haukum. VÍSIR/STEFÁN

Arnór Atlason og félagar í St. Raphael sóttu virkilega sterkan útisigur á útivöll gegn Montpellier í kvöld.

Leikurinn var æsispennandi allan leikinn en St. Raphael þó oftast skrefi á undan og vann með einu marki, 27-28.

Þegar 50 sekúndur voru eftir náðu Arnór og félagar tveggja marka forskoti, 25-27. Montpellier minnkaði muninn í eitt mark 35 sekúndum fyrir leikslok.

Þeir náðu svo að vinna boltann og fá víti 11 sekúndum fyrir leikslok er Arnór braut af sér og var rekinn af velli. Franski landsliðsmaðurinn Michel Guigou skoraði úr vítinu og jafnaði metin. Þvílík dramatík.

Einni sekúndu fyrir leikslok náði Alexander Lynggaard að tryggja St. Raphael ævintýralegan sigur og ætlaði allt um koll að keyra. Hann skaut frá miðju og steinsofandi markvörður Montpellier var ekki tilbúinn. Arnór skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur í sínu liði.

St. Raphael er því tveim stigum á eftir toppliði PSG en Montpellier er í fjórða sæti einum fjórum stigum á eftir St. Raphael.

Sigurmarkið ótrúlega má sjá hér að neðan.


Pour le plaisir ! LE BUT d'Alexander Lynggaard qui offre la victoire aux Raphaëlois face au MHB - Montpellier Handball. Merci Franck ;-)

Posted by Saint-Raphaël Var Handball - SRVHB on Thursday, February 11, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Sigurmark frá miđju | Myndband
Fara efst