Viðskipti innlent

Sigurjón og Yngvi dæmdir til að greiða 238 milljónir króna í bætur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurjón Árnason fyrrverandi forstjóri Landsbankans.
Sigurjón Árnason fyrrverandi forstjóri Landsbankans. vísir/vilhelm
Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi formaður forstöðumanns verðbréfasviðs bankans, hafa verið dæmdir til að greiða slitastjórn Landsbanka Íslands hf 238 milljónir króna.

Slitabú bankans stefndi þeim tveimur og Steinþóri Gunnarssyni, fyrrverandi forstöðumanni verðbréfasviðs við bankann.

Þremenningunum var stefnt og krafist skaðabóta vegna tjóns sem slitabúið taldi sig hafa orðið fyrir í tengslum við kaup Landsbankans á hlutabréfum í sjálfum sér, Eimskipum og Straumi-Burðarási á tímabilinu frá 7. nóvember 2007 til og með 25. júlí 2008.

Steinþór var sýknaður af kröfunni en Sigurjón og Yngvi dæmdir til að greiða tæpar 238 milljónir króna.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×