FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ NÝJAST 13:06

Mannhafiđ skilađi kveđju frá Köben til strákanna okkar

LÍFIĐ

Sigurgangan heldur áfram hjá Kanínunum hans Arnars

 
Körfubolti
19:55 14. JANÚAR 2016
Arnar Guđjónsson og Craig Pedersen stýra hér íslenska landsliđinu.
Arnar Guđjónsson og Craig Pedersen stýra hér íslenska landsliđinu. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Arnar Guðjónsson og lærisveinar hans í Svendborg Rabbits unnu fimmtán stiga útisigur á SISU, 104-89, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Svendborg Rabbits liðið hefur þar með unnið þrjá leiki í röð og ennfremur sex af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni.

Axel Kárason spilaði tæpar 24 mínútur og var með 6 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar á þeim.

Bandaríkjamaðurinn Brandon Rozzell var allt í öllu með 33 stig og 6 stoðsendingar.

Svendborg Rabbits vann fyrsta leikhlutann 29-26 og var síðan komið ellefu stigum yfir í hálfleik, 55-44. SISU beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og munurinn var kominn niður í sjö stig í lokaleikhlutanum. Leikmenn Svendborg gáfu þá aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi.

Arnar Guðjónsson tók við Kanínunum af íslenska landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen í nóvember. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn en hefur síðan unnið sjö af níu leikjum.

Eina tap liðsins frá því í byrjun desember var eins stigs tap á útivelli á móti Næstved.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sigurgangan heldur áfram hjá Kanínunum hans Arnars
Fara efst