ŢRIĐJUDAGUR 27. SEPTEMBER NÝJAST 02:44

Sjáđu fyrstu kapprćđur Trump og Clinton í heild sinni

FRÉTTIR

Sigurganga Dags og ţýska landsliđsins heldur áfram

 
Handbolti
20:48 05. JANÚAR 2016
Dagur Sigurđsson, ţjálfari ţýska landsliđsins.
Dagur Sigurđsson, ţjálfari ţýska landsliđsins. VÍSIR/GETTY

Þýska karlalandsliðið í handbolta vann sjö marka sigur á Túnis, 37-30, í vináttulandsleik í Stuttgart í kvöld en þýska liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Póllandi sem hefst seinna í þessum mánuði.

Dagur Sigurðsson stýrði liðinu til sigurs í sjötta leiknum í röð en framundan eru síðan tveir leikir við Ísland í Þýskalandi um komandi helgi. Það verða síðustu leikir beggja þjóða fyrir EM.

Christian Dissinger, lærisveinn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel, var markahæstur í þýska liðinu með átta mörk en þeir Tobias Reichmann og Steffen Weinhold skoruðu báðir fimm mörk.

Túnisbúar komust þremur mörkum yfir í byrjun leiks, 6-3 og 7-4, en þýska liðið var búið að jafna metin í 7-7 eftir tíu mínútna leik.

Þýsku leikmennirnir voru með frumkvæðið það sem eftir lifði hálfleiksins en komst aldrei meira en tveimur mörkum yfir. Þýskaland var síðan 20-18 yfir í hálfleik þar sem Christian Dissinger var búinn að skora sex mörk fyrir Þjóðverja.

Þýska liðið var síðan mun sterkar í seinni hálfleiknum sem liðið vann 17-12.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Sigurganga Dags og ţýska landsliđsins heldur áfram
Fara efst