Fótbolti

Sigurður Ragnar tekur við liði í Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Ragnar á hliðarlínunni í leik hjá ÍBV sumarið 2014.
Sigurður Ragnar á hliðarlínunni í leik hjá ÍBV sumarið 2014. vísir/anton
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er tekinn við kvennaliði JS Suning í Kína.

Sigurður Ragnar, sem er 43 ára, þjálfaði íslenska kvennalandsliðið á árunum 2006-13 og kom því tvisvar í lokakeppni Evrópumótsins.

Hann þjálfaði ÍBV í Pepsi-deild karla sumarið 2014 og var svo aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström 2015-16. Nú liggur leiðin hins vegar til Kína.

Sigurður Ragnar er ekki fyrsti Íslendingurinn hjá JS Suning því árið 2015 léku Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen með karlaliði félagsins og urðu m.a. bikarmeistarar með því. Þá hét félagið reyndar Jiangsu Sainty.

Karlalið JS Suning endaði í 2. sæti kínversku ofurdeildarinnar í fyrra. Með því leika m.a. Brasilíumennirnir Ramires og Alex Teixeira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×