Innlent

Sigurður Ingi sendir forsætisráðherra Ítalíu samúðarkveðjur vegna jarðskálftans

Birta Svavarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra. Vísir/Stefán
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra hefur sent Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna gríðarmikillar eyðileggingar og mannfalls af völdum jarðskjálftans á Ítalíu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag.

„Íslendingar þekkja hvað öfl náttúrunnar geta verið miskunnarlaus og eru hugur okkar og bænir hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda af völdum þeirra. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin að veita aðstoð,“ segir Sigurður Ingi í kveðju sinni til forsætisráðherra Ítalíu.

Að minnsta kosti 250 manns létust og fleiri en 360 særðust í skjálftanum, sem var 6,2 stig. Búist er við að tala látinna muni hækka. Sterkur eftirskjálfti varð nú í morgun á meðan björgunaraðgerðir voru í gangi, en hann mældist 4.1 stig.


Tengdar fréttir

Guðni Th. sendir Ítölum samúðarkveðju

Forseti Íslands hefur sent forseta Ítalíu samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar í tilefni af hinum mannskæðu jarðskjálftum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×