Innlent

Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ný ríkisstjórn Íslands á Bessastöðum í dag.
Ný ríkisstjórn Íslands á Bessastöðum í dag. Vísir/Anton Brink
Ríkisráðsfundi lauk rétt í þessu. Þar með hefur ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tekið við störfum. Fundurinn hófst rúmlega þrjú að loknum síðasta ríkisráðsfundi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 

 

Eins og fram hefur komið tók nýr ráðherra við störfum, Lilja Alfreðsdóttir en hún verður utanríksiráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Glöggir taka eftir því að þar með eru kynjahlutföll í ríkisstjórninni orðin jöfn, fimm konur og fimm karlar. Síðast var jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, það var í fyrsta sinn í sögunni. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er því formlega orðinn fyrrverandi forsætisráðherra en Framsóknarflokkurinn samþykkti tillögu um afsögn hans fyrir tveimur dögum. 

Ólöf Nordal innanríkisráðherra kom ekki á ríkisráðsfund í dag eins og sést. Hún glímir við veikindi þessa stundina en hefur tekið þátt í fundahaldi þingflokks Sjálfstæðismanna undanfarna daga. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×