Innlent

Sigurður Ingi mættur í réttir í hreppnum sínum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsætisráðherra er í góðum félagsskap í Hrunamannahreppi.
Forsætisráðherra er í góðum félagsskap í Hrunamannahreppi. Mynd/Sigurður R. Sveinmarsson
Réttir eru í Hrunamannahreppi í dag en kindum hefur verið smalað um allt land undanfarnar vikur. Um sextíu réttir fóru fram síðustu helgi og sömuleiðis verða réttir víða um helgina.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra er mættur í réttir en hann þekkir vel til í hreppnum þar sem hann var oddviti frá 2002 til 2009. Hann er uppalinn á Dalbæ í Hrunamannahreppi.

 

Réttir hófust klukkan tíu í morgun.Mynd/Sigurður R. Sveinmarsson
Fastlega má reikna með því að Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og flokksmaður Sigurðar, sé einnig á staðnum en réttirnar, sem eru úr stuðlabergi, voru vígðar árið 2013 eftir miklar endurbætur.

Guðni hafði á orði á dögunum að best væri fyrir Framsóknarflokkinn að Sigurður Ingi tæki við formennsku í flokknum af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Frétt frá vígslunni árið 2013 má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Réttir að hefjast um land allt

Sextíu réttir fara fram um land allt um helgina og búast má við því að hundruð Íslendinga og forvitnir ferðamenn geri sér ferð út á land til að draga í dilka, hlaupa uppi óþekkt fé og uppskera ærlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×