Körfubolti

Sigurður hættur með Snæfell: Kominn í viðræður við nokkur lið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Siggi Þorvalds var í 12 ár hjá Snæfellingum.
Siggi Þorvalds var í 12 ár hjá Snæfellingum. vísir
Körfuboltamaðurinn Sigurður Þorvaldsson hefur ákveðið að yfirgefa Snæfell og er hann kominn í viðræður við önnur lið á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. „Já, einhvern tímann þurfa góðir tíma að taka enda,“ segir Sigurður í samtali við miðilinn.

Sigurður hefur spilað með Snæfell síðust tólf ár eða frá árinu 2004. Með liðinu varð hann bæði Íslands- og bikarmeistari.

„Mér líður þannig að það er komin tími á breytingar og við fjölskyldan höfum ákveðið að flytjast á stór Reykjavíkursvæðið eða svo. Tími minn í Hólminum er náttúrulega búin að vera skemmtilegur og ég á eflaust eftir að sakna alls þess góða fólks sem hefur stutt við bakið á mér." sagði Sigurður enn fremur.

„Ég er í viðræðum við nokkur lið það er engin leynd yfir því. En það er svo langt síðan ég hef gert þetta að ég þarf að grandskoða þetta allt vel. Mig langar náttúrulega að vera þar sem hægt er að ná árangri en annars á þetta eftir að skýrast fljótt. Ég ætla mér að ljúka þessu fyrr en síðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×