Viðskipti innlent

Sigurður hættir í stjórn Icelandair en Tommi á Búllunni vill inn

Haraldur Guðmundsson skrifar
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group.
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group.
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri á aðalfundi flugfélagsins 3. mars næstkomandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið í dag en Sigurður hefur verið stjórnarformaður Icelandar Group frá árinu 2009.

Tómas A. Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar.
Í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands nú í morgun var birtur listi yfir þá sem bjóða sig fram í fimm manna stjórn félagsins. Sex eru í framboði. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir, og Úlfar Steindórsson, stjórnarmenn í félaginu, eru öll á listanum. Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga og forstjóri fyrirtækisins, og Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, vilja einnig inn.

Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Hamborgarabúllunni, býður sig einnig fram. Tommi er einn eigenda og stofnenda hamborgarakeðjunnar. Hamborgaraveldið sem rekið er undir nafni Tómasar telur nú sjö staði hér á landi og tíu í Evrópu.


Tengdar fréttir

Telur að hlutabréf Icelandair séu undirverðlögð

Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×