Fótbolti

Sigur Úkraínu í Eurovision skelfileg tíðindi fyrir fótboltalandslið þjóðarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ein aðalstjarna Úkraínu, Yarmolenko, í leik gegn Spáni.
Ein aðalstjarna Úkraínu, Yarmolenko, í leik gegn Spáni. vísir/getty
Úkraína vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða í gær með laginu 1944 sem hin úkraínska Jamala söng.

Þjóðin verður meðal þáttökuliða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar ásamt okkur Íslendingum, en sigurinn í Eurovision boðar ekki gott fyrir mótið í sumar.

Engin þjóð hefur unnið EM í knattspyrnu sama ár og þjóðin hefur unnið í Eurovision svo líkurnar eru ekki með Úkraínu í sumar.

Úkraína er í C-riðli í Frakklandi í sumar, en þeir eru með Þýskalandi, Norður-Írlandi og Póllandi í riðli í sumar.

Þegar EM var haldið síðast, í Póllandi og Úkraínu, þá vann Spánn Ítalíu 4-0 í úrslitaleiknum. Sama ár vann Loreen frá Svíþjóð með laginu Euphoria.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×