Körfubolti

Sigur í dag og Ísland kemst upp í A-deild

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Með sigri á Bosníu tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í A-deild Evrópumótsins.
Með sigri á Bosníu tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í A-deild Evrópumótsins. mynd/kkí
Þótt stelpurnar í U-18 ára landsliðinu í körfubolta hafi tapað fyrir Grikklandi, 65-61, í undanúrslitum B-deildar Evrópumótsins eiga þær enn möguleika á að komast upp í A-deild.

Ísland mætir heimaliðinu, Bosníu, í leiknum um 3. sætið klukkan 16:45 í dag og með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í A-deild.

Þetta er annar leikur Íslands og Bosníu á EM í ár en þau mættust einnig í riðlakeppninni þar sem bosníska liðið fór með sigur af hólmi, 88-72.

Slæm byrjun varð íslenska liðinu að falli í leiknum í riðlakeppninni en staðan eftir 1. leikhluta var 25-16, Bosníu í vil. Það bil náði Ísland ekki að brúa og niðurstaðan varð 16 stiga tap, 88-72.

Íslenska liðið þarf að hitta betur í dag en þær gerðu í fyrri leiknum en skotnýting stelpnanna var aðeins 33,3%, á móti 46,7% hjá Bosníu.

Emelía Ósk Gunnarsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í fyrri leiknum með 21 stig og 10 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×