Enski boltinn

Sigur hjá Cardiff | Kári og félagar enn í fallhættu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff.
Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff sem vann 3-2 sigur á fallliði Blackpool á heimavelli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Cardiff er í 13. sæti deildarinnar með 59 stig en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Charlton Athletic biðu lægri hlut fyrir Birmingham á útivelli, 1-0.

Jóhann lék allan leikinn fyrir Charlton sem situr í 10. sæti deildarinnar.

Kára Árnason og félagar í Rotherham gerðu 1-1 jafntefli við Norwich á heimavelli í dag. Rotherham er einu stigi frá fallsæti en þrjú stig voru dregin af liðinu í vikunni vegna ólöglegs leikmanns. Einu stigi munar á Rotherham og Millwall sem situr í 22. og þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Kári spilaði allan leikinn inni á miðjunni hjá Rotherham sem á tvo leiki eftir en Millwall aðeins einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×