Handbolti

Sigur á Serbum í fyrsta leik í Póllandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Serbíu og Íslands í dag.
Úr leik Serbíu og Íslands í dag. Mynd/eurohandballpoland2014.pl
U-18 ára landslið Íslands í handbolta sigruðu Serba í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta í kvöld.

Leikurinn var fyrsti leikur Íslands í mótinu en liðið leikur gegn Svíþjóð á morgun og Sviss á sunnudaginn.

Serbía byrjaði leikinn betur og leiddi í hálfleik 14-13 en íslensku strákarnir náðu að snúa taflinu við í seinni hálfleik og unnu að lokum glæstan 29-24 sigur.

Mörk Íslands í leiknum: Ómar Ingi Magnússon(Selfoss) 8, Óðinn Þór Ríkharðsson(HK) 7, Birkir Benediktsson(Afturelding) 4, Hákon Daði Styrmisson(ÍBV) 3, Egill Magnússon(Stjarnan) 3, Arnar Freyr Arnarsson(Fram) 1, Sturla Magnússon(Valur) 1, Henrik Bjarnason(FH) 1, Kristján Örn Kristjánsson(Fjölnir) 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×