SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 09:15

Uber tekur sjálfkeyrandi bíla úr umferđ eftir óhapp

FRÉTTIR

Sigur á Frökkum á HM í bandý

 
Sport
14:00 06. FEBRÚAR 2016
Íslenska liđiđ vann góđan sigur á Frökkum.
Íslenska liđiđ vann góđan sigur á Frökkum. MYND/AĐSEND
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Íslenska landsliðið í bandý bar sigurorð af Frökkum, 7-4, á HM í dag.

Frakkarnir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrsta markið. Íslenska liðið kom sterkt til baka, skoraði tvö mörk og staðan því 2-1 eftir 1. leikhluta.

Frakkarnir byrjuðu aftur af meiri krafti og skoruðu tvö mörk. Íslendingar tóku þá við sér, skoruðu tvö mörk og héldu eins marks forystu út 2. leikhluta.

Í síðasta leikhluta var hart barist en þrjú mörk frá íslenska liðinu reyndust of mikið fyrir Frakkana og íslenska liðið vann því sinn fyrsta landsleik, 7-4.

Að öðrum ólöstuðum var Andreas Stefansson besti leikmaður íslenska liðsins með 4 mörk og 2 stoðsendingar.

Kristian Magnússon skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu og Martin Smedlund var með eitt mark. Tryggvi Stefánsson varði 32 skot í íslenska markinu, þar af mörg dauðafæri.

Liðið spilaði feiknavel í dag og börðust allir sem einn af feiknakrafti.

Martin Smedlund, fyrirliði íslenska liðsins, hafði þetta að segja í leikslok: „Við vissum að við gætum unnið þennan leik. Til þess þurftum við að spila frábæran varnarleik og bæta sóknarleikinn miðað við síðustu leiki. Við gerðum það í dag og unnum því algjörlega verðskuldaðan sigur í dag.“

Leik Íslands og Frakklands má sjá í heild sinni með því að smella hér.


Frakkar sćkja ađ íslenska markinu.
Frakkar sćkja ađ íslenska markinu. MYND/AĐSEND


Martin Smedlund er fyrirliđi íslenska liđsins.
Martin Smedlund er fyrirliđi íslenska liđsins. MYND/AĐSEND


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Sigur á Frökkum á HM í bandý
Fara efst