LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 11:30

Ráđgjafi Trump rćddi viđ Tyrki um ađ koma Gulen til Tyrklands

FRÉTTIR

Sigrún Sjöfn nćr stórum áfanga gegn Portúgal

 
Körfubolti
17:45 19. FEBRÚAR 2016
Sigrún Sjöfn leikur sinn 20. landsleik á vegum FIBA á morgun.
Sigrún Sjöfn leikur sinn 20. landsleik á vegum FIBA á morgun. VÍSIR/ERNIR
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikur sinn 20. leik fyrir A-landslið Íslands í keppnum á vegum FIBA þegar Ísland mætir Portúgal á morgun í undankeppni EM 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Sigrún verður aðeins níunda íslenska konan sem nær þessum áfanga en hér eru bæði taldir með leikir í undankeppni EM sem og leikir í Evrópukeppni smáþjóða.

Anna María Sveinsdóttir og Hildur Sigurðardóttir eiga metið en þær léku báðar 29 FIBA-landsleiki á sínum tíma.

Helena Sverrisdóttir er hæst meðal núverandi leikmanna Íslands en hún spilar sinn 23. FIBA-landsleik á móti Portúgal.    

Sjá einnig: Í hverju spila stelpurnar?

Sigrún fer upp fyrir tvær konur sem stoppuðu í 19 FIBA-landsleikjum en það eru Keflvíkingarnir Kristín Blöndal og Erla Þorsteinsdóttir.

Sigrún ætti síðan að komast upp fyrir tvær til viðbótar í leiknum á móti Ungverjalandi á miðvikudaginn en Linda Stefánsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir eru báðar með 20 FIBA-landsleiki fyrir íslenska kvennalandsliðið.

Flestir FIBA-leikir með íslenska kvennalandsliðinu:
Anna María Sveinsdóttir · 29
Hildur Sigurðardóttir · 29
Birna Valgarðsdóttir · 27
Signý Hermannsdóttir · 25
Guðbjörg Norðfjörð · 24
Helena Sverrisdóttir · 22
Linda Stefánsdóttir · 20
Kristrún Sigurjónsdóttir · 20
Kristín Blöndal · 19
Erla Þorsteinsdóttir · 19
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · 19
Pálína Gunnlaugsdóttir · 17
Bryndís Guðmundsdóttir  · 16
Ragna Margrét Brynjarsdóttir · 16
Erla Reynisdóttir · 15
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir · 15
Hanna B. Kjartansdóttir · 15
Alda Leif Jónsdóttir · 15
Helga Þorvaldsdóttir · 14
María Ben Erlingsdóttir · 14


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sigrún Sjöfn nćr stórum áfanga gegn Portúgal
Fara efst