Viðskipti innlent

Sigrún ný í stjórn Símafélagsins

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Mynd/Aðsend
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, var í gær kjörin ný inn í stjórn Símafélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Fjórir stjórnarmenn voru endurkjörnir í stjórn félagsins á aðalfundi sem fram fór í gær. Stjórnina skipa auk Sigrúnar Óskar þau Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reikistofu bankanna, Hans Pétur Jónsson, fyrrverandi sölustjóri Opinna Kerfa, og Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Hulda Björk Pálsdóttir, sviðstjóri bókhalds og innheimtu hjá Olíudreifingu, en hún var kjörin stjórnarformaður félagsins.

„Það hefur verið mikil ánægja meðal hluthafa Símafélagsins með störf stjórnarinnar á síðasta ári. Það hefur verið heillavænlegt að öllu leyti að ráða utanaðkomandi sérfræðinga í stjórn félagsins og nú hefur enn einn öflugur liðsmaður bæst í hópinn,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagins.

Samkvæmt tilkynningu Símafélagsins sýndi ársreikningur þess jákvæða rekstrarafkomu árið 2013, jákvætt eigið fé og mikinn vöxt milli ára. Símafélagið hóf starfsemi 1. nóvember 2008 og rekur nú eitt af þremur stærstu fjarskiptakerfum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×