Viðskipti innlent

Sigríður Benediktsdóttir kemur ný inn í bankaráð Landsbankans

Hörður Ægisson skrifar
Sigríður Benediktsdóttir var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans 2011 til 2016.
Sigríður Benediktsdóttir var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans 2011 til 2016.
Sigríður Benediktsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, mun taka sæti í bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans sem fer fram síðar í dag, miðvikudag.

Hún kemur ný inn í bankaráðið í stað Daniellu Neben, sem sagði af sér sem bankaráðsmaður í síðasta mánuði, en að öðru leyti helst sjö manna bankaráðs Landsbankans óbreytt. Sigríður, sem lauk doktorsprófi við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, starfar í dag við rannsóknir og kennslu við sama háskóla en þar áður stýrði hún fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans 2011 til 2016.

Sigríður var í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið árið 2008 og þá átti hún sæti í kerfisáhætturáði Danmerkur á árunum 2013 til 2016. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×