Lífið

Sigourney Weaver á Íslandi: Ripley hitti Ripley

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikkonan Sigourney Weaver.
Leikkonan Sigourney Weaver. Vísir/GEtty
Leikkonan Sigourney Weaver er nú stödd á Íslandi og segja má að hún hafi hitt íslenska nöfnu sína Ripley Önnu Ragnarsdóttur í dag. Ripley er nefnd eftir karakternum Ellen Ripley úr Alien myndunum sem Weaver lék. Mannanafnanefnd þurfti að taka nafn hennar fyrir árið 2011 og komst að því að um fullgilt íslenskt nafn væri að ræða. Það tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar.

Faðir Ripleyjar hafði heyrt af veru Weaver hér á landi og rakst á hana fyrir mikla tilviljun á Laugaveginum. Hann sagði leikkonunni af dóttur sinni og spurði hvort þær gætu hist áður en Weaver færi af landi brott. Sagt er frá hittingi þeirra á Nútímanum.

Leikkonan hafði meðferðis póstkort sem var titlað: „Frá Ripley til Ripley“. Í kortinu sagðist Weaver ánægð með að hitta Ripley og óskaði henni alls hins besta. Innihald bréfsins má lesa í færslunni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×