Innlent

Sigmundur ræðir skuldaniðurfærsluna í kvöld

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Auk Sigmundar ræða hagfræðingar um framkvæmd niðurfærslunnar.
Auk Sigmundar ræða hagfræðingar um framkvæmd niðurfærslunnar. Vísir / GVA
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verður gestur í umræðuþættinum Eyjan á Stöð 2 klukkan 17:30 þar sem meðal annars verður rætt um skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Loforð um hana er að margra mati ástæðan fyrir góðu gengi flokksins í síðustu þingkosningum en fylgi við flokkinn hefur hrunið frá kosningum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á ÞÁTTINN

Hagfræðingarnir Ólafur Arnarson og Ólafur Ísleifsson verða einnig gestir í þættinum en þeir munu fjalla um framkvæmd aðgerðanna. Báðir töluðu þeir fyrir niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaskuldum heimilanna en þeir hafa gagnrýnt langa bið eftir slíkri niðurfærslu auk atriða í aðferð stjórnvalda við hana.

Reikna má með að margt annað komi til umræðu en Sigmundur, sem gegnir nú einnig embætti dómsmálaráherra, sagði nýverið að ríkissaksóknari hljóti að fara eins með leka á trúnaðarupplýsingum úr Samkeppniseftirlitinu og gert var með leka á upplýsingum um hælisleitanda og tvo aðra einstaklinga tengda honum úr innanríkisráðuneytinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×