Innlent

Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sigmundur Davíð virðist ánægður með ákvörðun Magnúsar Geirs.
Sigmundur Davíð virðist ánægður með ákvörðun Magnúsar Geirs.
Á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar má sjá álit forsætisráðherrans á ákvörðun útvarpsstjóra um að hætta við að taka bænir af dagskrá Rásar 1. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV í dag. 

Forsætisráðherrann birti frétt Morgunblaðins um málið og lét orðið „Amen“ fylgja með og bætti við einum broskalli.

Fyrirhugað var að hætta útsendingum á Morgunbæninni og Orði kvöldsins þann 28. ágúst.

Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, var mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins og var í kjölfarið stofnaður Facebook-hópur þar sem almenningur gat mótmælt ákvörðuninni.

Hér að neðan má sjá stöðuuppfærslu Sigmundar Davíðs:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×