Lífið

Sigmundur Davíð laumaði sér í viðtal við Óttar Proppé

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigmundur Davíð laumaði sér í viðtal Stöðvar 2 við formann Bjartrar framtíðar á þingi í dag.
Sigmundur Davíð laumaði sér í viðtal Stöðvar 2 við formann Bjartrar framtíðar á þingi í dag. Vísir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór mikinn á þingi í dag. Hann byrjaði daginn á því að mæta fyrstur þingmanna í sal Alþingis þegar átti að kjósa nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd.

Þetta gerði Sigmundur Davíð eftir að hafa verið spurður af fréttamanni RÚV um liðna helgi hvers vegna hann hefði ekkert mætt á þing eftir að það var sett í upphafi desember. Þegar hann var hins vegar kominn í þingsalinn áttaði hann sig á því að hann væri ekki með bindi og þurfti því frá að hverfa til að setja það á sig. Hann rétt náði svo á þingfund áður en honum lauk en þar var hann kosinn varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd.

Þegar fréttamaður Stöðvar 2 ræddi svo við Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður ákvað Sigmundur Davíð að slá á létta strengi með því að skjóta sér örstutt inn í mynd, en í daglegu tali og á virkilega vondri íslensku er það kallað að „photobomb-a“.


Tengdar fréttir

Sakar fréttamann RÚV um dónaskap

Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×