Innlent

Sigmundur Davíð ekki lengur á lista skattahæstu

Snærós Sindradóttir skrifar
Á síðasta ári var Sigmundur á lista þeirra sem greiddu hæstu skattana á Austurlandi. Nú er hann hvergi á listanum.
Á síðasta ári var Sigmundur á lista þeirra sem greiddu hæstu skattana á Austurlandi. Nú er hann hvergi á listanum. vísir/Valli
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra borgar helmingi lægri upphæð í opinber gjöld á þessu ári en á því síðasta. Í ár greiðir hann um átta milljónir króna í skatt. Það er Austurfrétt sem greinir fyrst frá málinu.

Ef álagningarskrár á Fljótsdalshéraði, þar sem forsætisráðherra er með lögheimili, eru skoðaðar sést að í ár greiðir hann 2,76 milljónir í útsvar og 5,12 milljónir í tekjuskatt. Á síðasta ári greiddi hann 2,3 milljónir í útsvar, átta milljónir í tekjuskatt og 2,8 milljónir í auðlegðarskatt.

Auðlegðarskatturinn var mjög gagnrýndur í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í tíð þessarar ríkisstjórnar rann tími hans út og var skatturinn ekki endurnýjaður.

„Mér hefur fundist öll skattastefna stjórnarinnar miða að því að draga úr tekjujöfnunaráhrifum skattastefnunnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×