Innlent

Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðahættu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Snjóflóð eru nokkuð tíð í Ólafsfjarðarmúlanum.
Snjóflóð eru nokkuð tíð í Ólafsfjarðarmúlanum. mynd/lögreglan

Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Mikil snjókoma var í nótt og í morgun á norðanverðu landinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fór snjóflóð yfir Siglufjarðarveg snemma í morgun og tvö flóð féllu á Ólafsfjarðarmúlann á tíunda tímanum. Búist er við því að fleiri flóð falli á vegina og hefur þeim því verið lokað á meðan hættustigið er eins og það er. Ekki er þó búist við því að snjóflóð falli í byggð.

Töluverð hætta, miðstig snjóflóðahættu, er á norðanverðum Vestfjörðum en snjórinn þar er léttur og fýkur auðveldlega. Skaflar sem myndast við þessar aðstæður geta verið óstöðugir til að byrja með. Nokkur hætta er síðan talin á ofanflóðum á Austfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×