Sport

Siglt í skólpi á Ólympíuleikunum

Frá móti á Ólympíusvæðinu í Ríó.
Frá móti á Ólympíusvæðinu í Ríó. vísir/getty
Ef þú ert siglingakappi og stefnir á ÓL í Ríó árið 2016 þá þarftu kannski að fara að hugsa þig tvisvar um.

Vísindamenn voru að birta skýrslu í gær um ástandið í sjónum þar sem siglingakeppnin í Ríó fer fram. Er skemmst frá því að segja að sjórinn er hreinn viðbjóður og hreinlega hættulegur.

Samkvæmt AP-fréttastofunni þá fer 70 prósent af skólpinu í Ríó beint út í flóann fyrir utan borgina án þess að vera hreinsaður af einhverju leyti.

„Þetta er í raun bara skólpflói," segir Leona Deckelbaum umhverfisverndarsinni en hún hefur barist fyrir því að flóinn verði hreinsaður.

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa lofað því að hreinsa flóann fyrir leikana en sú vinna virðist ekki vera hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×