Lífið

Siglir um Evrópu í sumar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Greta Salóme hangir hér á vírum sem hífa hana upp. Kjóllinn breytist svo í norðurljós og snjóstorm.
Greta Salóme hangir hér á vírum sem hífa hana upp. Kjóllinn breytist svo í norðurljós og snjóstorm.
Tónlistarkonan Greta Salóme siglir enn á fullu með Disney Magic-skemmtiferðarskipinu og og er stödd í Noregi sem stendur. „Við vorum að klára fimmtán daga siglingu þar sem við fórum frá Bandaríkjunum til Evrópu þannig að þetta hefur verið löng sigling,“ segir Greta um siglinguna.

Hún er með sýningu um borð í skipinu og hefur í nógu að snúast. Skipið verður á siglingu um Evrópu það sem eftir er af sumrinu. „Þetta gengur rosalega vel.“

Fyrir utan sýningarnar er hún að vinna að plötu og er með stúdíó í skipinu. „Ég er að vinna næsta smáskífulag, þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands spilaði með mér. Annars er platan mín uppseld aftur hérna um borð og allt í góðum gír,“ bætir Greta við. Nýja lagið kemur út í júlí þegar Greta fær tveggja daga frí á Íslandi. 

„Nýjasta lagið mitt, Í dag, er einnig á topp 10 á vinsældarlistanum á Rás 2 og búið að vera þar í fimm vikur á lista þannig að ég er mjög sátt."

Úr sýningunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×