Innlent

Siggi hakkari fyrir dóm­stóla í desem­ber

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ákæruliðirnir eru átján og undirliðirnar skipta tugum. Aðalmeðferð mun því standa yfir í nokkra daga.
Ákæruliðirnir eru átján og undirliðirnar skipta tugum. Aðalmeðferð mun því standa yfir í nokkra daga.

Aðalmeðferð í máli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara eins og hann er jafnan kallaður, fer fram 2. desember næstkomandi. Ákæruliðirnir eru átján og mun aðalmeðferð því standa yfir í nokkra daga, en áætlað er að henni ljúki 19. desember.



Lagður var fram vitnalisti við fyrri fyrirtöku málsins í september. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er þar á meðal en hann kemur til með að gefa skýrslu símleiðis.  Verjandi Sigurðar fór fram á að Assange kæmi fyrir dóminn en ákæruvaldið krafðist þess að hann gæfi skýrslu í gegnum síma. Fór málið fyrir Hæstarétt sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Assange fengi að bera vitni símleiðis. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna.



Sigurður er sakaður um stórfelldan fjárdrátt, fjársvik og þjófnað. Þýfi hans og svik eru metin á þrjátíu milljónir króna. Þá er hann sagður hafa svikið út vörur og þjónustu auk þess að hafa blekkt fólk til að millifæra umtalsverðar upphæðir á bankareikninga sína á fölskum forsendum.



Í ákærunni í málinu kemur fram að hann sé einnig sakaður um að hafa staðið í reikningsviðskiptum fyrir hönd fyrirtækja sem hann átti ekki hlut í. Meðal annars er Sigurður sagður hafa svikið út leigu á bílum fyrir um tíu milljónir og eldsneyti fyrir eina milljón króna.



Þá á hann að hafa keypt fjórar fartölvur, níu iPhone farsíma, heimabíó, myndavélar og spjaldtölvu. Þetta gerði hann með greiðslukortum og á prókúru fyrirtækjanna.


Tengdar fréttir

Siggi hakkari fékk frest

Ákæra á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, sem oft er nefndur Siggi hakkari, var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone

Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar.

Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot

Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára.

Siggi hakkari mætti fyrir dóm

Fyrirtaka var í máli Sigurðar Inga Þórðarsonar, oft nefndur Siggi hakkari, í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þá lagði ákæruvaldið fram vitnalista.

Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla

Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×