Lífið

Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigga Kling segir ýmislegt spennandi í vændum og hvetur fólk til að fylgjast vel með.
Sigga Kling segir ýmislegt spennandi í vændum og hvetur fólk til að fylgjast vel með. Vísir/Vilhelm
Sigríður Klingenberg spámiðill, eða Sigga Kling eins og hún er jafnan kölluð, mun frá og með næsta föstudegi spá mánaðarlega fyrir lesendum Vísis  og Fréttablaðsins . Hún segist ætla að leggja alla sína orku í spárnar og vonar að þær verði til þess fallnar að gera lífið léttara og skemmtilegra. 

„Það er svo rosalega spennandi að byrja á svona skemmtilegum vinnustað þar sem hugmyndir eru að fæðast í sambandi við svo marga hluti og ég á von að við eigum eftir að gera margt saman. Ég, þið og alheimurinn hjálpumst að við að gera lífið okkar aðeins léttara. Hamingjan er nefnilega vinna, hún bankar ekki upp á hjá okkur, við þurfum að sækja hana,” segir Sigga í samtali við Vísi. 

Stjörnuspár Siggu hafa lengi vel verið feykivinsælar. Þær einkennast af gleði, jákvæðni, krafti og orku en það eru skilaboðin sem hún vill senda út til samfélagsins. 

„Ég byrjaði að gera stjörnuspár fyrir ótal mörgum árum, svo mörgum að ég man ekki einu sinni hvenær það byrjaði. Ég hef alltaf haft sérlegan áhuga á stjörnumerkjum og finnst þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta hefur svo bara þróast og þegar ég geri stjörnuspána þá nota ég kannski átta aðila sem eru í því stjörnumerki sem ég tek fyrir og tengi þá við huga minn. Síðan skoða ég léttilega undirstöður stjarnanna og sendi þetta út til alheimsins.” 

Sigga segir ýmislegt spennandi í vændum og hvetur fólk til að fylgjast vel með.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×