Lífið

Sigga Eyrún með sólóplötu

Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar
Sigga Eyrún og Karl Olgeirsson unnu saman að plötunni.
Sigga Eyrún og Karl Olgeirsson unnu saman að plötunni.
„Mig langaði að gefa út plötu með tökulögum í ætt við það sem franska hljómsveitin Nouvelle Vague gerir. Setja þekkt popplög í bossanova-fíling, sem sumir kalla fullorðinspopp, en með íslenskri tónlist,“ segir Sigga Eyrún um stemninguna á sinni fyrstu sólóplötu, Vaki eða sef,

Á plötunni, sem kemur út eftir tvær vikur, eru fjórtán lög, annars vegar gömul popplög eftir Magga Eiríks, Bubba Morthens og fleiri og hins vegar frumsamin lög og texti eftir kærasta hennar, Karl Olgeirsson. „Karl tekur upp plötuna, útsetur lögin og framleiðir hana í rauninni með mér.“

Þau ætla að efna til útgáfutónleika í Tjarnarbíói 22. nóvember næstkomandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×