Erlent

Sífellt fleiri Danir háma í sig skyr

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Skyr
Skyr
Á hverjum degi borðar 20. hver Dani skyr, að því er segir í frétt Berlingske sem vitnar í gagnagrunn Coop. Konur sem borða skyr eru tvöfalt fleiri en karlar.

Sala á skyri í Danmörku hóf að aukast gríðarlega árið 2013 en þá voru liðin sjö ár frá því að Thise Mejeri setti það á markað í nýlenduvöruverslanir. Í fyrra nam velta Thise Mejeri af skyrsölu yfir 100 milljónum danskra króna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×