Innlent

Sif nýr formaður Dýraverndunarsambandsins

Sif Traustadóttir er nýr formaður Dýraverndunarsambandsins.
Sif Traustadóttir er nýr formaður Dýraverndunarsambandsins. Mynd / Anton Brink
Sif Traustadóttir gjörsigraði Árna Stefán Árnason í formannskosningum til Dýraverndunarsambandsins á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í Norræna húsinu í dag.

Sif hlaut 105 atkvæði á meðan Árni Stefán fékk 29 atkvæði. Sif er fyrrverandi formaður Dýralæknafélags Íslands og sat í nefnd sem skipuð var af umhverfisráðherra til að endurskoða frá grunni dýravelferðarlögin.

Árni Stefán lauk lögfræðigráðu sinni á síðasta ári og hefur sérhæft sig í dýrarétti. Hann hefur meðal annars starfað fyrir Kattavinafélag Íslands.

Fjöldi félagsmanna hafði lengi verið svipaður og voru í síðustu viku um 150 félagsmenn skráðir. Á liðinni viku hefur fjöldinn tæplega tvöfaldast og þegar hætt var að taka við nýjum skráningum fyrir aðalfundinn í gær voru félagsmenn orðnir um 275.

Fráfarandi formaður er Ólafur Dýrmundsson.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×