Erlent

Síður þunglynd á vináttubekk

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Íbúar Simbabve eru um 15 milljónir. Þar eru aðeins 10 geðlæknar og 15 sálfræðingar.
Íbúar Simbabve eru um 15 milljónir. Þar eru aðeins 10 geðlæknar og 15 sálfræðingar. vísir/afp
Fjórði hver sjúklingur innan heilbrigðiskerfisins í Simb­abve í Afríku glímir við andleg veikindi. Íbúarnir í landinu er 15 milljónir en þar starfa aðeins tíu geðlæknar og fimmtán sálfræðingar.

Ákveðið var að bjóða sjúklingum að setjast á bekk fyrir utan heilsugæslustöð til að ræða þar um vandamál sín við konur, sem eru þjálfaðar í samtölum og kallaðar ömmur. Jafnstór hópur fékk hefðbundna meðferð en alls voru sjúklingarnir, sem flestir voru konur, 573 frá 24 stöðvum.

Eftir hálft ár voru sjúklingarnir sem settust á samtalsbekk, svokallaðan vináttubekk, með miklu færri einkenni en þeir sem fengu hefðbundna meðferð. Nær 30 þúsund hafa nú notið góðs af bekkjunum. Forskning.no greinir frá. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×