Lífið

Síði bobbinn sækir í sig veðrið

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Svavar Örn hárgreiðslumeistari er hrifinn af klippingunni sem hann segir afslappaða og skemmtilega.
Svavar Örn hárgreiðslumeistari er hrifinn af klippingunni sem hann segir afslappaða og skemmtilega.
Svokallaður „long bob“ eða síður bobbi hefur verið vinsæl klipping hjá stjörnunum vestanhafs og er að sama skapi að sækja í sig veðrið á hárgreiðslustofum landsins.

Bobbi er stutt klipping þar sem hársíddin markast við kjálkalínu. Hinn klassíski bobbi er sléttur og eru vinsældir hans í Bretlandi oft raktar til fyrrverandi kryddpíunnar Victoriu Beckham en hún skartaði slíkri klippingu í kringum árið 2007 og svo hefur ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, lengi skartað stuttum bobba með rennisléttum topp. Upphaf bobbans má þó rekja talsvert lengra aftur.

Svavar Örn, hágreiðslumeistari á Senter í Tryggvagötu, segist hafa orðið var við auknar vinsældir klippingarinnar.

„Allir þessir bobbar eru með smá liðum í, eins og þeir hafi fengið að þorna með saltspreyi í,“ segir Svavar og leggur áherslu á að lúkkið sé afslappað og skemmtilegt. 

„Síðast þegar þeir voru áberandi var þegar Victoria Beckham sem var með stutta bobbann sinn, þá var sléttujárnið svo svakalega inn,“ segir Svavar en nú segir hann sléttujárnið mest megnis notað til þess að búa til bylgjur og liði í hárið og minna beri á rennisléttum lokkum.

„Þetta er afslappað og skemmtilegt,“ segir hann og bætir við: „Getur tekið þetta upp í gosbrunn, lítið tagl eða eitthvað. Það er ekki búið að taka það af þér.“

Svavar er ánægður með vinsældir síða bobbans og stemninguna sem honum fylgir. „Það er mjög skemmtilegt að vera hárgreiðslumaður í dag, maður er ekki bara að særa hárið,“ segir hann hress að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×