Fótbolti

Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gábor Király mætir Íslandi 18. júní.
Gábor Király mætir Íslandi 18. júní. vísir/getty
Bernd Storck, landsliðsþjálfari Ungverjalands, valdi í dag hópinn sem spilar á EM í Frakklandi en Ungverjar eru í F-riðli með strákunum okkar í íslenska landsliðinu.

Gábor Király, markvörðurinn sem þekktur er fyrir gráu síðbuxurnar, er að sjálfsögðu í hópnum en þessi fertugi markvörður spilar líklega sinn 104. landsleik á móti Íslandi í Marseille 18. júní.

Fátt óvænt er í hópnum hjá Ungverjum en þeirra helstu og bestu menn; fyrirliðinn Balázs Dzsudzsák, leikmaður Bursaspor, og Zoltán Gera, fyrrverandi leikmaður Fulham og WBA, fara með til Frakklands.

Það óvæntasta í ungverska hópnum er val Storck á hægri bakverðinum Barnabás Bese, leikmanni MTK Búdapest. Þessi 22 ára gamli leikmaður á enga A-landsleiki að baki og gæti spilað sinn fyrsta á stórmóti.

Ungverjar komust á EM í gegnum umspil þar sem þeir lögðu Norðmenn en Ísland mætir einmitt Noregi í vináttuleik á morgun.

Ungverski hópurinn á EM 2016:

Markverðir

Gábor Király  (Swietelsky-Haladás)

Dénes Dibusz  (Ferencváros)

Péter Gulácsi (RB Leipzig)

Varnarmenn:

Attila Fiola (Puskás Akadémia)

Barnabás Bese (MTK Budapest)

Richárd Guzmics (Wisla Kraków)

Roland Juhász (Videoton FC)

Ádám Lang (Videoton FC)

Tamás Kádár (Lech Poznan)

Mihály Korhut (DVSC-Teva)

Miðjumenn:

Ádám Pintér (Ferencváros)

Gergo Lovrencsics (Lech Poznan)

Ákos Elek (DVTK)

Zoltán Gera (Ferencváros)

Ádám Nagy (Ferencváros)

László Kleinheisler (Werder Bremen)

Zoltán Stieber (Nürnberg)

Framherjar

Balázs Dzsudzsák (Bursaspor)

Ádám Szalai (Hannover)

Krisztián Németh (Al-Gharafa)

Nemanja Nikolics (Legia Warszawa)

Tamás Priskin (Slovan Bratislava)

Dániel Böde (Ferencváros)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×